• Hundsvit
12 episodes
Samfélag meðvitaðra hundaeigenda

Episodes

Geta allir verið vinir í skóginum?
2021 Jul 2040m 1s
Það er fátt skemmtilegra en að leyfa hundunum okkar að hitta vini sína, en geta allir hundar verið vinir? Þurfa allir hundar að vera vinir? Er í lagi að eiga hund sem vill ekki heilsa, og jafnvel geltir á aðra hunda?
LEGS leiðarinn - Bókaklúbburinn
2021 Jul 1329m 31s
Í þessum þætti tókum við fyrir fyrstu hundabókina en vonandi verða þættir sem þessir fleiri enda alltaf gaman að grúska í góðum bókum!
Litlar en mikilvægar lífsreglur fyrir alla hunda og eigendur!
2021 Jun 2639m 49s
Í þætti vikunnar tókum við saman litlar er mjög mikilvægar lífreglur sem gott er að hafa í huga frá upphafi uppeldisins og gott er að minna sig á reglulega í gegnum æviskeið hundsins!
Dýralæknaheimsóknir - Hvernig virkar þetta?
2021 Jun 2046m 56s
Í þætti vikunnar förum við yfir allt sem tengist undirbúningi dýralæknaheimsókna, tíðni þeirra og almennri "viðhaldsskoðun" hundanna okkar. Við ræðum það hvernig við getum gert heimsóknina bærilegri fyrir dýr og menn, tilgang bólusetninga, ormalyfja og árlegra vitjana.
Hvað einkennir hundinn minn? - Grúppa 7-10
2021 Jun 1155m 46s
Nú klárum við yfirferðina yfir tegundirnar en í þessum þætti förum fyrir yfir sögu og einkenna hundanna í grúppum 7-10. Sem fyrr förum við einnig yfir einkennandi þjálfunaratriði þessara hunda.
Að hrósa og hegna - Virk skilyrðing
2021 Jun 0551m 1s
Í kjölfar þáttarins um það hvernig hundar læra ákváðum við að taka dýpri umræðu um virka skilyrðingu, möguleikana fjóra til þess að styrkja eða letja hegðun og hvernig virk skilyrðing er notuð við þjálfun, óháð því hvaða þjálfunarfræði fólk aðhyllist.
Hundasýningar frá A - Ö
2021 May 2958m 36s
Í þættinum förum við í stuttu máli yfir sögu hundasýninga og tilgang þeirra, bæði fyrir hundana, eigendur þeirra og ræktendur. Við segjum frá sögu HRFÍ og FCI í stuttu máli, förum yfir þá þætti sem skoðaðir eru í ræktunardómi og segjum frá því hvað þarf að gera til þess að hundur fái þennan eftirsótta titil: Besti hundur sýningar.
Afhverju geltir hundurinn minn á ókunnuga?! - Klassísk skilyrðing
2021 May 2729m 4s
Eftir þáttinn þar sem við fórum yfir hvernig hundar læra þótti okkur tilvalið af kafa dýpra ofan í klassíska skilyrðingu enda er hún stór mótunarþáttur í hegðun hundanna okkar. Við ræðum hvernig klassísk skilyrðing virkar, hvernig hún getur bæði komið frá okkur og umhverfinu og hvernig hundurinn okkar getur jafn vel klassískt skilyrt okkur!
Hvað einkennir hundinn minn? - Grúppa 4 - 6
2021 May 2236m 6s
Við skiptum umræðunni um tegundahópana í 3 þætti og nú birtum við 2. þáttinn.
Hvað einkennir hundinn minn? - Tegundahópar 1 - 3
2021 May 1956m 14s
Þættirnir koma ört út núna hjá okkur í fyrstu en í þessum þætti ætlum við að fara yfir sögu, helsti einkenni og möguleg vandamál hunda í tegundahópum 1- 3. Hver hundur er einstakur vegna umhverfisáhrifa sem hann hefur orðið fyrir í gegnum líf sitt, en genin og framræktun hverrar tegundar og hvers tegundahóps leggur alltaf grunnstefið að því hvernig hund við eignumst þegar við veljum okkur hundategund.