• Óli Jóns
120 episodes
Hlaðvarp um sölu og markaðsmál

Episodes

FKA Eydís Rós Eyglóardóttir
2020 Sep 2226m 42s
Eydís Rós er býflugnabóndi, ferðaþjónustubóndi, nautgripabóndi, viðskiptafræðingur, förðunarfræðingu, FKA kona og nemi í bændaskólanum á Hvanneyri svo fátt eitt sé nefnt. Þessi kraftmikla konu segir okkur sögu sína og útskýrir fyrir okkur hvað felst í því að vera með býflugur á Íslandi.
104. Bjarni K. Thors
2020 Sep 161h 3m 45s
Bjarni stofnandi og eigandi Brandson kom í vital hjá Óla Jóns í sumar.Bjarni fer vel yfir hvernig ferlið er í sölu og markaðsmálum hjá honum, hvaða tól hann notar og hvernig.
FKA Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir
2020 Sep 1540m 49s
Sigríður Bylgja er 33 ára gamall frumkvöðull sem er búin að vera að vinna af öllu sínu hjarta að verkefni undanfarin fimm ár sem er Tré Lífsins. Í þessu viðtali sem var tekið í sumar segir Sigríður okkur frá Tré lífsins frá menntun sinni og þeim ævintýrum sem hún hefur lent í sem er fjölmörg þrátt fyrir ungan aldur.
103. Silja Thor
2020 Sep 1128m 26s
Silja Thor sem er Startup Coach hitti Óla Jóns í sumar í heimsókn sinni til Íslands. Silja hefur búið í 9 löndum en býr í núna í Hollandi. Hún hefur mikla reynslu í hinum stóra Startup heimi, hún segir okkur frá honum og sínu starfi. Silja segir okkur líka frá hjálparstarfi sem hún vinnur í Úganda ásamt ýmsu fleiru. Silja stendur einnig fyrir námskeiðum með Ellen Ragnars sem kom í þátt 73 á femalefounder.io
FKA Ásta Guðmundsdóttir
2020 Sep 1030m 4s
Ásta Guðmundsdóttir er forstöðumaður Kerfisreksturs og Framlínuþjónustu hjá Origo.
102. Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir
2020 Sep 0251m 54s
Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar er gestur Óla Jóns í þætti 102. Við ræddum markaðsmál, menntun, lífið og tilveruna.
FKA Rakel Lind Hauksdóttir
2020 Sep 0232m 32s
Rakel Lind Hauksdóttir er fjármála- og fjáröflunarstjóri hjá SOS barnaþorp. Í þessu einlæga viðtali segir Rakel okkur frá því meðal annars hvað varð til að hún hóf störf hjá SOS barnaþorp. Rakel segir okkur einnig frá starfseminni þar og sögunni.
101. Gréta María Grétarsdóttir
2020 Aug 2647m 11s
Gréta sem ólst upp úti á landi segir það forréttindi að alast upp upp þar. Íþróttir hafa alltaf átt stóran þátt í lífi Grétu en hún á að baki glæstan feril í körfuboltanum bæði sem leikmaður og þjálfari. Hún þjálfaði meistaraflokk KR og segir okkur frá því að það hafi í raun verið fyrsta alvöru stjórnunarstaðan. Bæði sem þjálfari og stjórnandi hefur Gréta lagt áherslu á að hjálpa fólki að hafa trú á sér. Gréta sem útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólinn í Hamrahlíð segist ekki hafa verið dæmigerður MHingur. Gréta lærði svo vélaverkfræði í háskóla. Meistarverkefnið hennar fjallaði svo um vöruþróun. Gréta starfaði meðal annars hjá Arionbanka í 6 ár, sem fjármálastjóri hjá Festi og svo sem framkævmdastjóri Krónunnar. Eins og áður segir lítur Gréta á sitt aðal hlutverk sem stjórnanda að hjálpa sínu fólki að vaxa.
FKA Ragnheiður H Magnúsdóttir
2020 Aug 2640m 40s
Við höldum áfram að ræða við félagskonur FKA. Í þetta skiptið er það Ragnheiður H. Magnúsdóttir en hún er vélaverkfræðingur og master í framleiðsluverkfræði frá Álaborgarháskóla árið 2000.
100. Óli Jóns
2020 Aug 1244m 56s
Þá er komið að þætti 100 af hlaðvarpinu með Óla Jóns. Þegar stefndi í að þessi þáttur væri á næsti leiti spurði ég á Linkedin hvern fólk vildi sjá í þessum hundraðasta þætti. Þórarinn Hjálmarsson stakk upp á því að tekið yrði viðtal við mig Óla Jóns og þessa vegferð. Þessi tillaga fékk góðan hljómgrunn og úr varð að hann tók viðtal við mig.